30.11.1978
Efri deild: 21. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

106. mál, ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég hef nú ekki séð eða lesið þessa frétt í Vísi, en það skiptir ekki máli. Hv. ræðumaður gerði grein fyrir því, hvað þar stendur. Út af því vil ég segja það, að öll þessi tekjuöflunarmál eru til umfjöllunar í svokallaðri skattalaganefnd og ríkisstj. hefur ekki enn fengið neinar endanlegar tillögur frá henni. Það liggur því ekki fyrir nein ákvörðun um þá skattheimtu sem hv, þm. gerði að umræðuefni.