30.11.1978
Neðri deild: 24. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í B-deild Alþingistíðinda. (806)

70. mál, veðdeild Búnaðarbanka Íslands

Pálmi Jónsson:

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af þingnefnd, hv. landbn. Nd. Það er þess vegna flutt með venjulegum fyrirvara, þ.e. einstakir nm. áskilja sér fullan rétt til þess að flytja eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma víð frv, við meðferð þess hér á Alþingi.

Ég átti sæti í þeirri stjórnskipuðu nefnd sem samdi þetta frv. og skilaði því til ríkisstj. á s.l. vetri. Frv. er samið á þeim forsendum sem þá giltu í sambandi við fjárhag deildarinnar og að því tilskildu að jarðakaupalánin færðust yfir til Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Nú var þetta mál ekki afgreitt á síðasta Alþ. og fjárhagsforsendur veðdeildar Búnaðarbanka Íslands, en frsm. skýrði í ræðu sinni áðan hvernig þær hefðu staðið á síðasta Alþ., kunna að hafa breyst. Hef ég allan fyrirvara um einstaka þætti í þessu frv. í sambandi við slíkar breytingar sem kunna að hafa orðið. Ég tel að þess vegna sé nauðsynlegt að athuga þetta frv. gaumgæfilega í þeirri n. sem fær það til meðferðar að lokinni þessari umr.

Það er ljóst, eins og þegar hefur komið fram. að veðdeild Búnaðarbanka íslands er í raun og veru gjaldþrota. Höfuðstóll deildarinnar í árslok 1977 var öfugur um 29 millj. kr., og miðað við skuldbindingar deildarinnar frá fyrra ári var talið að tap deildarinnar yrði í árslok komið upp í 361 millj. kr. Það er þess vegna öllum ljóst, að það þarf að verða breyting á. Að því var miðað við samningu þessa frv., og afgreiðsla þess þarf að miðast við það, að fjárhagur deildarinnar komist á réttan grundvöll.

Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa fleiri orð um þetta frv. Það hefur verið skýrt af þeim ræðumönnum, sem talað hafa. Ég tel þó eðlilegt í sambandi við þetta mál að minna á það, að ég spurðist í upphafi þings fyrir um fyrirætlanir hæstv. ríkisstj. um veitingu jarðakaupalána frá Stofnlánadeild landbúnaðarins, en þau færast þangað samkv. lögum sem sett voru um Stofnlánadeild landbúnaðarins á síðasta Alþ. Ég fékk þau svör, að þau mál væru öll í athugun og þess væri að vænta að afgreiðsla þessara lána gæti þá hafist innan skamms. Síðan hef ég ekki nægilega mikið af þessu máli heyrt og langar til þess að vita, ef hæstv. landbrh. gæti gefið um það upplýsingar, á hvaða vegi þau mál eru nú.

Er búið að ákveða lánakjör jarðakaupalána, og hvenær getur afgreiðsla þeirra hafist? Hefur hæstv. landbrh. upplýsingar um þau mál í sínum höndum?