19.10.1978
Sameinað þing: 5. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í B-deild Alþingistíðinda. (81)

Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana

Forseti (Gils Guðmundsson):

Umr. skiptist í tvær umferðir þannig, að í fyrri umferð hefur forsrh. til umráða allt að hálfri klukkustund og fulltrúar annarra þingflokka en forsrh. 20 mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver þingflokkur 10 mínútur til umráða. Röð flokkanna í báðum umferðum verður þessi: Framsfl., Sjálfstfl., Alþfl. og Alþb. Ræðumenn auk forsrh. verða þessir: Af hálfu Framsfl. talar Tómas Árnason fjmrh. í síðari umferð, af hálfu Sjálfstfl. talar Geir Hallgrímsson, 4. þm. Reykv., í fyrri umferð og Gunnar Thoroddsen, 11. þm. Reykv., í síðari umferð. Af hálfu Alþfl. talar Kjartan Jóhannsson sjútvrh. í fyrri umferð og Magnús H. Magnússon félmrh. í síðari umferð. Af hálfu Alþb. talar Svavar Gestsson viðskrh. í fyrri umferð og Ólafur Ragnar Grímsson, 3, landsk. þm., í síðari umferð.

Hefst nú umr. og tekur hæstv. forsrh., Ólafur Jóhannesson, til máls.