06.12.1978
Neðri deild: 27. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1336 í B-deild Alþingistíðinda. (924)

91. mál, biðlaun alþingismanna

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég vil lýsa því yfir, að ég er samþykk því nál. sem liggur fyrir frá minni hl. fjh.- og viðskn.

Laun og launafríðindi alþm. hafa sætt mikilli gagnrýni sem á í mörgum tilfellum rétt á sér, sérstaklega með tilliti til þess að óeðlilegt er að þeir ákveði þau sjálfir, og einnig eru ýmisleg fríðindi, sem þeir hafa, vægast sagt mjög umdeilanleg, eins og t.d., svo að dæmi sé nefnt, að þeir, sem ekki búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu, þm. búsettir í Kópavogi og Hafnarfirði, fá dagpeninga fyrir utan sín laun. Ég tel óeðlilegt, á meðan þm. eru að biðja launafólk að herða sultarólina og taka tillit til efnahagsástandsins í þjóðfélaginu, að þm. séu að skammta sér aukin hlunnindi. Þótt að því megi færa einhver rök, að opinberir starfsmenn hafi þessi réttindi, þá eru margir aðrir þjóðfélagshópar sem ekki hafa þau, og vil ég þar minna á t.d. fólk í fiskvinnslu. Ég tel þess vegna ekki rétt að þetta frv. verði samþ. Þetta er a.m.k. ekki rétti tíminn til þess, þótt að einhverju leyti megi færa rök fyrr því, að þm. eigi að hafa biðlaun. Þess vegna mun ég ekki greiða þessu frv. atkv.