13.12.1978
Efri deild: 26. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (986)

131. mál, flugvallagjald

Fjmrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breyt. á 1. nr. 8 frá 27. febr. 1976 um flugvallagjald.

Samkv. lögum nr. 8 frá 1976, um flugvallagjald, er gjald vegna utanfarar 1500 kr. fyrir þá sem eru eldri en 12 ára og 750 kr. fyrir börn á aldrinum 2–12 ára, sbr. 2. gr. laganna. Samkv. sömu lögum er einnig innheimt flugvallagjald vegna flugferða innanlands og er það 200 kr. fyrir þá sem eru 12 ára og eldri, en 100 kr. fyrir börn á aldrinum 2–12 ára. Samkv. 5. gr. laga nr. 77 frá 1977, um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum, var lagt 100% álag á flugvallagjald vegna utanferða á árinu 1978, þannig að það varð 3000 kr. fyrir fullorðna og 1500 kr. fyrir börn. Þessi hækkun er tímabundin því að hún gildir aðeins til ársloka 1978. Í fjárlagafrv. fyrir næsta ár er hins vegar gert ráð fyrir að innheimta flugvallagjalds verði óbreytt frá því sem verið hefur á þessu ári.

Eins og ég sagði áður rennur heimildin til 100% álags á flugvallagjald út um næstu áramót. Ef tekjuáætlun fjárlagafrv. á að standast er því nauðsynlegt að halda áfram að innheimta umrætt gjald með 100% álagi á næsta ári líkt og gert hefur verið á þessu ári. Er því lagt til í þessu frv. að við lögin um flugvallagjald bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða á þá leið, að gjöld samkv. 1. mgr. 2. gr. laganna skuli innheimt með 100% álagi á árinu 1979. Hér er því ekki um hækkun að ræða á umræddu gjaldi, heldur einungis lagt til að sama gjald verði innheimt á árinu 1979 og gert hefur verið á þessu ári. Það er talið að tekjur af flugvallagjaldinu á árinu 1978 verði um 450 millj. kr., en samkv. fjárlagafrv. fyrir árið 1979 eru tekjur af því áætlaðar 470 millj.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um þetta frv., heldur vísa ég til grg. þeirrar, sem því fylgir, og legg til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.