12.10.1979
Sameinað þing: 1. fundur, 101. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

Frestun á kjöri forseta

Dómsmrh. (Steingrímur Hermannsson):

Ég vil leyfa mér að mótmæla harðlega því sem ég frétti nú fyrst, að til standi að fresta kjöri forseta og boða fund á morgun. Við framsóknarmenn höfum gert ráð fyrir fundum víða um land og við getum alls ekki breytt þeirri ákvörðun, enda lít ég svo á að sá meiri hl., sem skapast hefur á Alþingi, a.m.k. um þingrof og kosningar, hafi haft nægan tíma til að ákveða kjör forseta. Ég vil geta þess, að hvorki hefur verið haft samband við mig né formann þingflokksins um þessa ósk. Þetta er okkur tjáð nú fyrst. Ég mótmæli þessu harðlega.