15.10.1979
Neðri deild: 1. fundur, 101. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

Sætaskipun

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Það er ekki nýtt fyrirbrigði að þessi hugmynd hafi skotið upp kolli. En hér á hinu háa Alþingi eru ekki of margir siðir eða góðar venjur þannig að ástæða sé til þess að fella eitthvað af þeim niður. Ég mótmæli þessu og krefst þess, að það verði farið að þingsköpum. Ef hæstv. forseta skyldi ekki endast þrek til þess að framkvæma þetta litla verk, þá eru staðgenglar til reiðu.