16.10.1979
Sameinað þing: 3. fundur, 101. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í B-deild Alþingistíðinda. (66)

Þingrof

Forsrh. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Ég færi forseta bestu þakkir þm. fyrir ágæta og drengilega stjórn á þessu stutta þingi og fyrir einstaklega góða viðkynningu undanfarin ár.

Herra forseti. Ég les forsetabréf um þingrof:

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Forsrh. hefur tjáð mér, að Alþfl. og Sjálfstfl. hafi orðið sammála um að stofna skuli nú til almennra þingkosninga og nauðsyn beri því til þess að Alþingi verði rofið svo að efna megi til alþingiskosninga þegar á þessu ári.

Samkv. þessu er Alþingi hér með rofið nú þegar.

Gjört að Bessastöðum, 15. október 1979.

Kristján Eldjárn.

Benedikt Gröndal.“

Þá les ég forsetabréf um almennar kosningar. „Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Almennar kosningar til Alþingis skulu fara fram sunnudaginn 2. desember og mánudaginn 3. desember 1979.

Gjört að Bessastöðum, 15. október 1979.

Kristján Eldjárn.

Benedikt Gröndal.“

Ég les að lokum forsetabréf um umboð til forsrh. til þess að rjúfa Alþingi.

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Að ég veiti forsrh. umboð til þess að rjúfa Alþingi, 101. löggjafarþing, nú þegar.

Gjört að Bessastöðum, 15. október 1979.

Kristján Eldjárn.

Benedikt Gröndal.“

Samkv. þessu umboði lýsi ég yfir að Alþingi Íslendinga, 101. löggjafarþing, er frá og með þessari stundu rofið og störfum þess lokið.

Viðauki.

Yfirlit um störf Alþingis.

Þingið hefur staðið frá 10. okt. til 16. okt., alls 7 daga.

ÞINGFUNDIR hafa verið haldnir:

Í neðri deild

2

Í efri

2

Í sameinuðu þingi

3

-

7

ÞINGMÁL og úrslit þeirra:

I

Lagafrumvörp:

1. Stjórnarfrumvörp

a

Lögð fyrir neðri deild

7

b

Lögð fyrir efri deild

9

Lagt fyrir sameinað þing.

1

17

2

Þingmannsfrumvörp:

a

Borin fram í neðri deild

8

b

. Borið fram í efri deild

1

9

26

Ekkert frumvarp var tekið til umræðu.

II.

Þingsályktunartillögur:

Bornar fram í sameinuðu þingi

11

Engin þingsályktunartillaga var tekin til

umræðu.

III.

Fyrirspurn:

Í sameinuðu þingi

1

Fyrirspurninni var ekki svarað.

Mál til meðferðar í þinginu alls

38

Skýrslur ráðherra voru

2

Tala prentaðra þingskjala

43