21.02.1980
Neðri deild: 40. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 903 í B-deild Alþingistíðinda. (1000)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil aðeins taka það fram í sambandi við þær umræður, sem orðið hafa um þetta sérstaka mál, að þingforsetar héldu fund í morgun til þess að ræða um starfshætti, miðað við það að ákveðið er að þinghlé verði gert í hálfan mánuð. Þá var ekkert vitað um að þetta mál ætti að koma hér til umræðu. Það er fyrst þegar hv. 1. þm. Vesturl. snaraðist hingað upp í forsetastól rétt við þingsetningu að mér var um það kunnugt. Ég vil taka það fram, að mér list málið þann veg vaxið, og tilkynni hér með, að það verður ekki haldinn fundur um þetta mál í dag í þessari hv. d. Menn þurfa að athuga að afgreiðsla mála á hinu háa Alþingi getur verið viðameiri en t.d. afgreiðsla mála í hreppsnefnd Ólafsvíkur.