11.03.1980
Sameinað þing: 29. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (1064)

224. mál, lánakortastarfsemi

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þm., að sá hugsunarháttur er allt of mikið ríkjandi hér í landinu að fólk vilji ráðstafa peningum og fjármunum áður en það hefur þá í hendi. Það hefur kannske ekki verið örgrannt um að Alþingi sé alsaklaust af þessu. Nei, þessi hugsunarháttur nær nú e.t.v. til Alþingis.

Ég vildi aðeins bæta við það sem ég sagði hér áður, að ég mun halda áfram að athuga þessi mál vandlega og að þeirri athugun lokinni taka ákvarðanir um það, hvort ég tel ástæðu til þess að semja um þau lagafrv. og leggja fyrir Alþingi.