19.12.1979
Neðri deild: 5. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í B-deild Alþingistíðinda. (110)

7. mál, söluskattur

Fjmrh. (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Ég gleymdi aðeins að láta þess getið, að að sjálfsögðu geri ég það að till. minni að að lokinni þessari umr. verði máli þessu vísað til 2, umr. og hv. fjh.- og viðskn. Það, sem reynir á hér í Alþ. við afgreiðslu málsins, verður að sjálfsögðu hvaða afstöðu menn hafa til þeirra efnisatriða sem mál þetta fjallar um og hvort það hefur orðið nokkur breyting á afstöðu manna til efnisatriða málsins á þeim tíma sem liðið hefur frá því að þessi brbl. voru upphaflega sett.