18.03.1980
Neðri deild: 45. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1175 í B-deild Alþingistíðinda. (1189)

45. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Steinþór Gestsson:

Herra forseti. Með vísun til þess, að ýmis sveitarfélög telja tekjumöguleika sína ekki svara til þeirra verkefna sem þau hafa með höndum, og með því að fyrir liggur að verkefna- og tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði tekin til endurskipulagningar á þessu ári, tel ég rétt að leysa hugsanlega aukafjárþörf sveitarfélaganna á árinu 1980 með þeim hætti sem till. á þskj. 199 gerir ráð fyrir, og segi já.