19.03.1980
Neðri deild: 46. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1281 í B-deild Alþingistíðinda. (1260)

45. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég er eiginlega undrandi á því sjónarspili sem hér á sér stað út af þessu máli. Ég er einn af þeim sem eru búnir að vera 13 ár á þingi, og ég vil fullyrða að á hverju einasta ári hafa verið mál hér til umr., — mál sem ekki eru síður mikilvæg en þetta, — á sama tíma og fjvn. situr að störfum. Ég vil einungis staðfesta það sem hæstv. landbrh. sagði um þetta efni. Það er að vísu ekki nýtt að menn hafi fundið að þessu, það er rétt, en þetta hefur verið svona ár eftir ár síðan ég kom á þing, það er ekkert nýtt. Hins vegar er það kannske það nýjasta í málinu, hvað mikil tauga­veiklun virðist vera orðin hér innan sala Alþingis út af þessu máli.

Ég held að það sé ekki eðlileg krafa hjá hv. 1. þm. Reykn. að fresta þessu máli. Hins vegar get ég sagt það, að hann var oft tillitssamur í sambandi víð svona mál þegar hann var forseti, en það er annað mál. Ég vonast til þess, að menn komist nú niður á jörðina og geti farið að ræða um þetta mál áfram.