24.03.1980
Neðri deild: 48. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1322 í B-deild Alþingistíðinda. (1297)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Sverrir Hermansson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Alþingi, 23. mars 1980.

Vegna opinberra erinda erlendis mun ég ekki geta sótt fundi Alþingis næstu daga. 1. varamaður Framsfl. í Vest­fjarðakjördæmi, Sigurgeir Bóasson, mun á meðan taka sæti mitt á Alþingi.

Steingrímur Hermannsson.“

Sigurgeir Bóasson hefur átt sæti á Alþingi fyrr á þessu þingi og býð ég hann á ný velkominn til starfa.