24.03.1980
Neðri deild: 48. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1322 í B-deild Alþingistíðinda. (1300)

111. mál, lántaka Framleiðsluráðs landbúnaðarins

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Hér er um að ræða mál sem var samningsmál á milli flokka frá tíma vinstri stjórnarinnar vegna úrslita úr sérstakri nefnd sem þá starfaði. Ég tel mig vera bundinn af þeim samningum sem þar fóru fram, en vil lýsa því yfir, að ég er þeirrar skoðunar að þetta mál þurfi að breytast. Þessi mál öll þurfa að takast upp og ég treysti því, að núv. hæstv. landbrh. skilji þessi sjónarmið og sjái til þess, að reynt verði að ná víðtæku samkomulagi í þessu máli í framtíð­inni. Sjálfur hef ég kynnt honum oft og tíðum mín sjón­armið, sem hann gjörþekkir, og í trausti þess, að hann taki mark á þeim, segi ég já.