24.03.1980
Neðri deild: 48. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1323 í B-deild Alþingistíðinda. (1303)

111. mál, lántaka Framleiðsluráðs landbúnaðarins

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Talsmenn Alþfl. í báðum deildum þessarar virðulegu stofnunar hafa reynt með brtt. að koma nokkru viti í þetta frv. Við höfum skýrt frá því, að okkur þykir aðferðin vera röng og okkur þykir formið vera hættulegt. Sá er kjarni málsins, að hér er ekki um lán að ræða, þó að frv. heiti svo, heldur er hér um styrk að ræða. Þess vegna er þessi framsetningarmáti frv. auðvitað grínagtugur. Það er engu að síður ljóst, að örlög þessa máls eru þegar ráðin og þetta frv. verður samþ. hér í hv. deild. Ég vil mótmæla þessu máli öllu og greiði ekki atkv. um það.