24.03.1980
Neðri deild: 48. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1347 í B-deild Alþingistíðinda. (1323)

45. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Matthías Á Mathiesen:

Herra forseti. Mér er ljóst hversu síðbúnar brtt. eru, og ég er reiðubúinn að draga þær til baka. Þetta frv. á eftir að fara til hv. Ed. og þar fara fram þrjár umr. Þar gefst væntanlega tækifæri til að skoða þær. (Forseti: Hvað sagði þm.?) Ég sagði að þm., sem þar eru, gæfist vonandi tækifæri til að skoða till. Ef mönnum sýnist rétt að samþykkja þær þar kemur frv. til einnar umr. í þessari hv. d. aftur og þeir verða þá vonandi til þess að tala sem eru svo málglaðir að þeir geta ekki setið á sér nú.