25.03.1980
Sameinað þing: 36. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1345)

Umræður utan dagskrár

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. 1. þm. Reykv., Geir Hallgrímssyni, að það hlýt­ur að vera eðlilegur skilningur að stefnuræða ríkisstj. sé flutt hér á þingi þegar ríkisstj. hefur verið mynduð. Ég vil líka taka undir það með hv. þm. Geir Hallgrímssyni, að það kann að teljast eðlilegt að verða við þeim tilmælum að slík ræða sé ekki flutt. En þurfi til þess að koma er það vitaskuld Alþ. og meiri hl. þess sem slíkt veitir. Þetta er alveg ótvírætt í þingsköpum.