25.03.1980
Sameinað þing: 36. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1359 í B-deild Alþingistíðinda. (1347)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Jón Helgason):

Vegna fsp. frá hv. síðasta ræðumanni vil ég taka það fram, að ákvæði um stefnu­ræðu kveða á um að forsrh. skuli tala fyrst og síðan fulltrúar annarra flokka og í síðari umferð aftur vera jafn ræðutími fyrir fulltrúa allra flokka. En með því móti er augljóst að ekki mundi verða samkomulag um þetta eins og nú er háttað í þinginu og mun það áreiðanlega koma til umr. síðar.