25.03.1980
Sameinað þing: 36. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1362 í B-deild Alþingistíðinda. (1355)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Jón Helgason):

Vegna orða hv. síðasta ræðu­manns skal ég lýsa því yfir, að ég er reiðubúinn að láta fara fram atkvæðagreiðslu um það hér á þinginu hvort skilningur minn á þessu máli sé ekki réttur eða þingið fallist ekki á hann. (GeirH: Er meiningin að atkvgr. fari fram nú?) Ég er reiðubúinn til þess, já. — (GeirH: En málið snýst ekki um að atkvgr. fari fram um hvort skiln­ingur forseta sé réttur, heldur hvort eigi að fella niður stefnuræðu forsrh. eða ekki. Það er spurningin.) Það er verið að deila um skilning minn á þessu máli, og þess vegna tel ég sjálfsagt að þingið skeri úr.