25.03.1980
Sameinað þing: 36. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1379 í B-deild Alþingistíðinda. (1380)

121. mál, greiðslur vegna Búnaðarþings

Egill Jónsson:

Herra forseti. Það er engin furða þótt hv. alþm. Alþfl. kveinki sér undan því, að ég segi frá því hér hver voru viðbrögð þeirra 1. jan. varðandi þeirra eigin laun. Þetta er það sem þeir kalla nauðvörn í sam­bandi við þessi mál, þó að það sé rifjað upp hvernig þeir haga sér sjálfir þar sem þeir ráða. Oft er það svo, að margur heldur aðra í sínum eigin sporum. Ég hygg að það sé skýringin á því, vegna hvers þessir menn álíta að Búnaðarfélag Íslands fari jafnfrjálslega með peninga og þeir hafa lýst hér.

Það verður að sjálfsögðu ekki löng kennslustund núna fyrir hv. fyrirspyrjanda, en enn þá heldur hann samt áfram að rugla. Hann er að tala um að Búnaðarfélag Íslands sé framleiðendafélag og Stéttarsamband bænda sé aftur hagsmunafélag. Búnaðarfélag Íslands er fagfélag og málefni þess eru fyrst og fremst þess eðlis. Búnaðar­félag Íslands og Búnaðarþing fjalla um allt önnur mál en kjaramál og allt önnur mál en framleiðslumál. Þetta er sú vegna Búnaðarþings. 1380 samkunda sem fjallar fyrst og fremst um löggjöfina sem snertir landbúnaðinn og svo, eins og menn vita, stjórn á Búnaðarfélagi Íslands.

Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því sett, hvernig menn geta komið hér upp hvað eftir annað og ruglað jafnmikið í kringum þessa félagauppbyggingu og hv. Alþfl.-menn hafa gert. Úr því að þeir eru svo ákaf­lega vel settir að hafa hv. þm. Karvel Pálmason í sínum flokki, sem segist hafa vitað þetta allt saman fyrir lifandi löngu, held ég að hann ætti að miðla öðrum hv. þm. Alþfl. einhverju af vitneskju sinni þannig að þeir þyrftu ekki endilega að nota Alþingi Íslendinga til skólagöngu i einföldustu þáttum í íslenskri félagsmálapólitík.