27.03.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1510 í B-deild Alþingistíðinda. (1451)

116. mál, fjárlög 1980

Eggert Haukdal:

Herra forseti. Í þeirri miklu fjárþörf, sem nú er á öllum sviðum til ýmissa framkvæmda á vegum ríkisins, t.d. í vegamálum, hefði ég talið að þetta stóra stökk til hækkunar í fjárl. á fjárveitingum til Lánasjóðs ísl. námsmanna til að leiðrétta vanrækslusyndir fyrri ríkisstjórna sé of stórt. Á hinn bóginn styð ég eindregið það, að allir hafi jafna aðstöðu til að afla sér þeirrar menntunar sem hugur stendur til og er til góðs fyrir framtíðarvelferð þjóðfélagsins. Lánareglur þurfa að sjálfsögðu að vera þannig, að þeir sem fyrst og fremst eru í þörf gangi fyrir og reglurnar hvetji til þess að námsmenn taki virkan þátt í atvinnulífi þjóðarinnar, eftir því sem tími og aðstæður við nám leyfa. Í trausti þess, að við næstu fjárlagagerð verði betur hugað að fleiri þjóðþrifamálum sem nú eru í svelti, segi ég nei.