27.03.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1511 í B-deild Alþingistíðinda. (1458)

116. mál, fjárlög 1980

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Þegar ríkisstj. afgreiðir fjárlög á hún að láta fram koma í þeim fjárlögum þau viðfangsefni sem hún er staðráðin í að vinna. Sú afstaða ríkisstj. að greiða atkv. gegn till. eins og hér er á ferðinni er yfirlýsing viðkomandi ráðh. um það, að á þessu stigi málsins hefur ríkisstj. ekki hugsað sér að standa við svo mikið sem 1/5 af loforði sínu í málefnasamningi ríkisstj. um félagslega aðstoð við launafólk. Ég segi já.