27.03.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1514 í B-deild Alþingistíðinda. (1470)

116. mál, fjárlög 1980

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að unnið verði að verðjöfnun á orku, ekki síst á sviði húshitunar. Við undirbúning fjárl. fyrir 1980 var um það samstaða í ríkisstj. og hjá stuðningsaðilum ríkisstj. að afla tekna utan fjárl. til jöfnunaraðgerða á sviði húshitunarkostnaðar og á öðrum sviðum orkumála, sem nemur a.m.k. 4–5 þús. millj. kr. á þessu ári. Er sú tekjuöflun nú í undirbúningi. Í trausti þess, að við þetta verði staðið og málinu komið í höfn hið fyrsta í samræmi við annan góðan samstarfsanda innan þessarar nýju ríkisstj., hefur þingflokkur Alþb. ákveðið að greiða atkv. gegn þessari brtt. Þar að auki virðist þörf á því að aðstoða Alþfl. við að vera samkvæmur sjálfum sér. Þess vegna segjum við nei.