27.03.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1514 í B-deild Alþingistíðinda. (1471)

116. mál, fjárlög 1980

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Það hefur nokkrum sinnum í dag verið vitnað til hinnar bláu bókar Ólafs Ragnars Grímssonar, stjórnarsáttmálans, og reynt að telja þm. trú um að þar sé allan sannleik að finna í því loforðafári sem þar er saman sett á 15 þéttrituðum síðum. Ég endurtek mín fyrri orð um það, að ég hef afskaplega litla trú á að þessi loforð verði nokkurn tíma efnd frekar en önnur slík í fyrri vinstri stjórn sem lofað var að framkvæma. Mér þykir einnig nokkuð hafa brugðið í baklás með hina einstæðu ábyrgð Alþfl.-manna á fjármálum ríkisins, því að þar eru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér. Ég tel hins vegar persónulega að það sé nauðsynlegt, að þessi þýðingarmikli liður, niðurgreiðsla á olíu til húshitunar, sé inni á fjárl. og segi því já.