02.04.1980
Neðri deild: 55. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1703 í B-deild Alþingistíðinda. (1577)

Umræður utan dagskrár

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Vegna ummæla hv. þm. um fjarveru mína í gærkvöld vil ég upplýsa að fyrir mig situr á þingi varamaður og ég taldi mér því frjálst að sækja ágætan og fjölmennan fund útvegsmanna í Grindavík í gærkvöld. Ég taldi það satt að segja þarfara en hlusta á hv. 3. þm. Vestf. hér. (SighB: Varamaðurinn var ekki heldur mættur í gærkvöld.) Það er hans mál.