02.04.1980
Neðri deild: 55. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1725 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

135. mál, orkujöfnunargjald

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Það vill þannig til að á miðvikudögum frá kl. 4–6 eru fastir þingflokksfundar tímar. Það hefur verið farið fram á að gefið yrði hlé til þingflokksfunda nú. Ég hlýt að fara fram á vegna mikilla anna í hv. d. að hálftími verði látinn nægja til þess ráðslags, og ef enginn mótmælir því skoða ég það samþykkt. (Gripið fram í.) Ég treysti mér ekki til þess að neita formanni þingflokks Alþfl., hv. 3. þm. Vestf., um þetta. Fundi er frestað til kl. 6, en þá verður tekið til við að ræða síðara dagskrármálið á fundi hv. deildar, olíugjald til fiskiskipa, og munu þá frsm. minni og meiri hl. n. mæla fyrir nál. — [Fundarhlé.]