02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1733 í B-deild Alþingistíðinda. (1596)

116. mál, fjárlög 1980

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Umræddur skattur er fyrst og fremst almennur samgönguskattur á landsfólk. Það getur út af fyrir sig verið réttlætanlegt að setja á slíkan almennan skatt, t. d. á ferðalög til útlanda. Hitt er grófasta misrétti, að viðhafa slíka almenna skattlagningu á þá landsmenn innan okkar eigin lands sem eiga ekki annars úrkosti, ef þeir þurfa að leita sér t. d. læknishjálpar ellegar þjónustu, en að notfæra sér flugför. Ég er andvígur slíkri mismunun. Þetta er dreifbýlisskattur, skattur á samgöngur dreifbýlisfólks. Ég segi nei.