02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í B-deild Alþingistíðinda. (1599)

116. mál, fjárlög 1980

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Þetta gjald bitnar þyngst á þeim sem fjærst búa Reykjavík og ríkisvaldinu. Þetta sama fólk verður að una ofurþunga í sambandi við húshitun. Símakostnaður þess er margfaldur við Reykvíkinga. Þetta fólk verður að greiða söluskatt af flutningskostnaði og þar fram eftir götunum. Með því að vera að hækka þetta gjald nú er enn verið að þyngja byrðarnar á því fólki sem síst skyldi og þar sem atvinnuöryggið er minnst. Af þessum sökum segi é nei.