02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1736 í B-deild Alþingistíðinda. (1610)

116. mál, fjárlög 1980

Helgi Seljan:

Herra forseti.Á fjárl. síðasta árs var upphæð til málaflokka sem lutu að þroskaheftum, þ. e. Sjálfsbjargar og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, um 270 millj. kr. Í fjárlagafrv. Tómasar Árnasonar var upphæðin 1020 millj. til sömu málaflokka. Í fjárlagafrv. Alþfl. og þar með 1. flm. þessarar till. var talan 1020 millj. eða óbreytt. Sambærileg tala nú er 1095 millj., og til viðbótar kemur vanrækt viðhald vistheimila vangefinna nú inn í daggjöld sem nema mun milljónatugum. Þennan ávinning, miðað við fjárlög í fyrra og fjárlagafrv. Alþfl., met ég vissulega mikils, þótt deila megi um hvort hann sé nægilegur. En í ljósi hans og annarra loforða um þessi málefni og væntanlegrar lagabreytingar, sem fulltrúar allra flokka í fjvn. hafa lýst yfir stuðningi við og ég er algerlega samþykkur og þar sem fyrir þessum málaflokkum yrði séð, þá segi ég hiklaust nei.