02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1738 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

116. mál, fjárlög 1980

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Hv. flm. þessarar till. var heilbrmrh. fram í febrúar. Frá rn. heilbrigðismála var ekki gerð till. um fjármuni í þessu skyni, því miður, þrátt fyrir nærveru hv. flm., þá ráðh. Óskir um fjárveitingu munu að dómi fjárveitingavaldsins vera of seint fram komnar frá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Hv. flm. Magnús H. Magnússon er og var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, en honum láðist sem slíkum að koma umsókn frá sér réttstundis í hendur réttra aðila. Samkv. því, sem ég hef nú rakið, er hér því sýnilega um hreina sýndartillögu og sýndarmennsku að ræða og var við því að búast. Ég segi nei.