02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1738 í B-deild Alþingistíðinda. (1618)

116. mál, fjárlög 1980

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Eins og kunnugt er sitja tveir hv. vísindamenn í þessari deild. Annar er hv. vísindamaður Ólafur Ragnar Grímsson, landskunnur félagsvísindamaður. Hinn er að vísu minna þekktur, en ég fullyrði: engu minni vísindamaður. Þá á ég við hv. þm. Ólaf Þórðarson. Ég játa að hér er um vandamál að ræða. Ég held að úr almannasjóðum ættum við að greiða fé, bæði til varnar þessu tiltekna vandamáli og eins til varnar gegn hinum, sem setja sig á háan hest og þykjast vera að kenna þjóðinni af efnum sem ég segi að hvorki séu lítil né stór, en misjöfn að gæðum.

Hér er verið að tala um félagslegt vandamál. Við eigum að vera örlát á eigið fé, en sparsöm á almannasjóði. Það skal viðurkennt, að hér er verið að fjalla um félagslegt fyrirbæri, og þó að hér tali talsmaður skattgreiðenda, þá er hér um virðingarverða till. að ræða. Þrátt fyrir vísindin í landinu segi ég já.