09.04.1980
Neðri deild: 57. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1786 í B-deild Alþingistíðinda. (1656)

135. mál, orkujöfnunargjald

Páll Pétursson:

Herra forseti. Að gefnu tilefni vegna ræðu hv. síðasta ræðumanns, hv. þm. Sighvats Björgvinssonar, og aths. vil ég aðeins skýra frá því, þar sem hann lýsti eftir ráðh., að hæstv. viðskrh. dvelst erlendis. Hann fór til London og það er kominn hér fyrir hann varamaður. Hæstv. utanrrh. hefur unnið í dag að undirbúningi fundahalda út af Jan Mayen-málinu og það situr líka varamaður fyrir hann hér á Alþ. Þeir eru sem sagt báðir tveir til annarrar kirkju kallaðir, og það verður að hafa það þó að þeir hafi misst af hinni ítarlegu ræðu hv. þm. Halldórs Blöndals áðan.