14.04.1980
Sameinað þing: 43. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1861 í B-deild Alþingistíðinda. (1717)

Rannsókn kjörbréfa

Forseti (Jón Helgason):

Eftirfarandi bréf hafa borist:

„11. apríl 1980.

Alexander Stefánsson, 1. þm. Vesturl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Vesturlandskjördæmi, Jón Sveinsson lögfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara rannsókn kjörbréfs í sameinuðu þingi.

Garðar Sigurðsson,

forseti Nd.

„Reykjavík, 11. apríl 1980.

Matthías Bjarnason, 1. þm. Vestf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég af heilsufarsástæðum mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 2. varamaður Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Einar Kr. Guðfinnsson námsmaður, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Garðar Sigurðsson,

forseti Nd.

„Reykjavík, 11. apríl 1980.

Formaður þingflokks Framsfl. hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Þórarins Sigurjónssonar, 1. þm. Suðurl., sem vegna sérstakra anna heima fyrir mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Böðvar Bragason sýslumaður, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans:“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Garðar Sigurðsson,

forseti Nd.

„14. apríl 1980.

Ritari þingflokks sjálfstæðismanna hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Steinþórs Gestssonar, 2. þm. Suðurl., sem er fjarverandi af heilsufarsástæðum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Sigurður Óskarsson framkvæmdastjóri, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Garðar Sigurðsson,

forseti Nd.

Þar sem þessir varamenn hafa ekki átt sæti á Alþingi eftir kosningar þarf að fara fram rannsókn kjörbréfa og vil ég biðja kjörbréfanefnd að taka þau til athugunar. Ég gef fundarhlé í 10 mínútur á meðan. — Fundinum er frestað. — [Fundarhlé]