14.04.1980
Sameinað þing: 43. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1863 í B-deild Alþingistíðinda. (1726)

11. mál, útibú frá Veiðimálastofnun

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Eins og kemur fram á þskj. 259 hef ég ritað undir nál. með fyrirvara. Ég tel rétt að það komi hér fram, að fyrirvarinn byggðist á því einu að fjvn. þyrfti að athuga þetta mál þegar þar að kæmi. Það er mín skoðun, að hægt sé að reka útibú frá Veiðimálastofnun án mikils kostnaðar af hálfu ríkisvaldsins. Þar sem ég á sæti í fjvn. auk hv. atvmn. vildi ég ekki stöðva þetta mál til frekari rannsókna á kostnaðinum, en skrifaði undir með fyrirvara.