14.04.1980
Sameinað þing: 43. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1896 í B-deild Alþingistíðinda. (1752)

118. mál, eftirgjöf á ársfjórðungsgjaldi fyrir síma hjá elli- og örokulífeyrisþegum

Salome Þorkelsdóttir:

Herra forseti. Ég skal ekki heldur tefja þetta mál. Ég vil á allan hátt greiða fyrir því eins og í mínu valdi stendur. Ég kem hér aðeins til að lýsa stuðningi mínum við þessa till. til þál. um að fella niður afnotagjald af síma elli- og örorkulífeyrisþega. Það veldur mér þó nokkrum vonbrigðum, að hún skuli ekki ganga lengra, a. m. k. kom það ekki fram í máli hv. flm., og að þetta sé ekki aðeins bundið við ákveðin sérbyggð hús fyrir aldraða, heldur væru þarna ekki undanskildir þeir aldraðir sem búa einir, eins og reyndar er gert ráð fyrir í lögum, þó að það sé í eigin íbúðum.

Ég ítreka það, að ég lýsi stuðningi mínum við þáltill. eins og hún liggur fyrir, og við skulum vona að áframhald verði á og allir elli- og örorkulífeyrisþegar fái að njóta þessarar sjálfsögðu fyrirgreiðslu, hvar sem þeir búa, ef þeir búa einir.