16.04.1980
Neðri deild: 61. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1954 í B-deild Alþingistíðinda. (1799)

109. mál, tollskrá

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Í framhaldi af þessari umr. og vegna þess, sem hér hefur verið fjallað um, langar mig að beina orðum mínum til hæstv. félmrh.

Hér á landi er gert talsvert að því að lækka verð á hvers konar hjálpartækum til fatlaðs fólks, öryrkja og annarra. Það er hins vegar eitt atriði í því máli, sem ég hef rekist mjög hastarlega á, en það er verðlagning á gleraugum. Mig langar að spyrja ráðh. að því, hvort hann hafi hugleitt að gleraugu eru hjálpartæki fyrir sjóndapra. Á þeim er hins vegar frjáls verðlagning. Ég vil eingöngu nota þetta tækifæri og beina þeirri spurningu til ráðh., hvort ekki sé orðið fyllilega tímabært að kanna þennan þátt í því máli sem hér hefur verið til umr.