17.04.1980
Sameinað þing: 45. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1977 í B-deild Alþingistíðinda. (1826)

Umræður utan dagskrár

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Það er heldur aumleg frammistaða hjá hæstv. ráðh., hæstv. forsrh. og hæstv. fjmrh., að stunda árásir á seinustu mínútum fyrir hlé, en láta síðan ekki sjá sig þegar til andsvara kemur. Ég óska nú eftir að þessir menn verði einhvers staðar við. Mun forseti gera ráðstafanir til þess að hafa uppi á ráðh.? (MAM: Forsrh. er fjarvistum. — VG: Verður þá gert hlé á fundinum, notað tækifærið? — Forseti: Nei, nei. — StJ: Af hverju má þá ræðumaður ekki standa þarna þangað til ráðh. kemur?) Vill ekki forseti fresta fundi eins og hálftíma meðan haft er uppi á hæstv. ríkisstj. sem er hlaupin í felur? (Forseti: Það hefur komið fram ósk um að fresta fundi þar til náðst hefur í viðkomandi ráðh. og mun ég verða við þeim tilmælum. Fundi verður frestað til kl. sex.) — [Fundarhlé.]