21.04.1980
Neðri deild: 62. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2003 í B-deild Alþingistíðinda. (1851)

Umræður utan dagskrár

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Ég hef til þess að gera nýverið tekið við formennsku í allshn. Nd. Ég var þar formaður á næstliðnu þingi einnig, og þá voru haldnir þar á fjórða tug funda, og hygg ég að sú nefnd hafi verið starfsöm með ágætum. Hins vegar veit ég að hv. landsk. þm. Pétri Sigurðssyni er kunnugt um það, að þingstörf öll hafa verið með meira óreiðusniði í vetur. En það hefur þegar verið haldinn, eftir að ég tók við, einn fundur í þessari nefnd. Ég skal viðurkenna að það stóð til að halda fund í morgun, en venjulegur fundartími allshn. er samkv. umtali við nm. á mánudagsmorgnum. Það láðist að boðá þennan fund fyrir helgi og ég vil biðja hv. þm. og deildina afsökunar á því. Fundur í allshn. Nd. hefur þegar verið boðaður kl. 10 í fyrramálið.