21.04.1980
Neðri deild: 62. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2003 í B-deild Alþingistíðinda. (1852)

Umræður utan dagskrár

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að taka undir orð hv. 1. landsk. þm. Ég vil aðeins upplýsa hér að menntmn. Nd. hefur einu sinni komið saman síðan þing hófst. Nú liggja fyrir þeirri nefnd umsagnir frá ég held velflestum sveitarfélögum hér í nágrenninu varðandi frv. um sinfóníuhljómsveit, sem fyrrv. hæstv. dómsmrh. og menntmrh. lagði fram fyrr í vetur. Þetta er frv. sem mjög er beðið eftir að verði að lögum og hefur að engu verið sinnt síðan nefndin kom einu sinni saman og óskaði eftir umsögnum.

Ég vil einnig benda á að nefndin hefur engan formann. Hæstv. núv. menntmrh. var formaður nefndarinnar. Síðan tók sæti hans hv. þm. Ingólfur Guðnason, sem ég sé að nú er farinn til útlanda og kominn varamaður í hans stað, og ég verð að lýsa hneykslun minni á þessum vinnubrögðum. Sama má segja um margar nefndir þingsins, og ég satt að segja fagna því, að hér skuli koma fram gagnrýnisrödd í þessa veru. Þetta eru ekki vinnubrögð sem eru sæmandi Alþ., og ég skora á þingheim aðvinna bráðan bug að því, að hv. þm. fari að vinna.