12.12.1979
Sameinað þing: 1. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (19)

Kjörbréfanefnd

Forseti (Jón Helgason):

Í þingsköpum Alþingis segir í 6. gr.:

„Eftir kosningar þær, sem um ræðir í 3. og 4. gr., skal velja til efri deildar þá tölu þm., er þar skulu eiga sæti. Skal hverjum þingflokki skylt að tilnefna á lista þá tölu þm. sinna, er honum ber í hlutfalli við atkvæðamagn hans í sameinuðu þingi. Ef tveir eða fleiri þingflokkar hafa með sér bandalag um kjör til efri deildar, eða þingflokkur (eða flokkar) og menn utan flokka, skal talan á listanum miðuð við samanlagt atkvæðamagn bandalagsins.“

Að A-lista munu standa Sjálfstfl. og Eggert Haukdal, að B-lista standa þingflokkar Framsfl. og Alþb. og að C-lista Alþfl. Nú hafa borist hér listar með 21 nafni og nær því ekki tilnefningu sá sem er með lægst hlutfall á bak við sig. Áttundi maður á A-lista mun vera þar neðstur, hann er með 2.75 atkv. á bak við sig, en tíundi maður á B-lista er með 2.8 atkv., þannig að þá fellur þarna niður áttundi maður á A-lista. Rétt kjörnir til Ed. eru því:

Ólafur Jóhannesson,

Þorv. Garðar Kristjánsson,

Davíð Aðalsteinsson,

Eyjólfur Konráð Jónsson,

Kjartan Jóhannsson,

Stefán Guðmundsson,

Guðmundur Karlsson,

Guðmundur Bjarnason,

Tómas Árnason,

Gunnar Thoroddsen,

Karl Steinar Guðnason,

Jón Helgason,

Lárus Jónsson,

Geir Gunnarsson,

Egill Jónsson,

Helgi Seljan,

Eiður Guðnason,

Salome Þorkelsdóttir,

Ólafur Ragnar Grímsson,

Stefán Jónsson.

Aldursforseti, Gunnar Thoroddsen, 8. þm. Reykv., setti fundinn.

Deildina skipuðu þessir þingmenn:

1. Davíð Aðalsteinsson, 3. þm. Vesturl.

2. Egill Jónsson, 11. landsk. þm.

3. Eiður Guðnason, 5. þm. Vesturl.

4. Eyjólfur Konráð Jónsson, 5. landsk. þm.

5. Geir Gunnarsson, 4. þm. Reykn.

6. Guðmundur Bjarnason, 5. þm. Norðurl. e.

7. Guðmundur Karlsson, 9. landsk. þm.

8. Gunnar Thoroddsen, 8. þm. Reykv.

9. Helgi Seljan, 2. þm. Austurl.

10. Jón Helgason, 3. þm. Suðurl.

11. Karl Steinar Guðnason, 3. landsk. þm.

12. Kjartan Jóhannsson, 2. þm. Reykn.

13. Lárus Jónsson, 3. þm. Norðurl. e.

14. Ólafur Ragnar Grímsson, 11. þm. Reykv.

15. Ólafur Jóhannesson, 5. þm. Reykv.

16. Salome Þorkelsdóttir, 4. landsk. þm.

17. Stefán Guðmundsson, 3. þm. Norðurl. v.

18. Stefán Jónsson, 4. þm. Norðurl. e.

19. Tómas Árnason, 1. þm. Austurl.

20. Þorv. Garðar Kristjánsson, 4. þm. Vestf.

Aldursforseti kvaddi þá Davíð Aðalsteinsson, 3. þm. Vesturl., og Guðmund Karlsson, 9. landsk. þm., til að gegna skrifarastörfum.

Gengið var til forsetakosningar. Við fyrstu atkvgr. hlaut Helgi Seljan, 2. þm. Austurl., 10 atkv. Þorv. Garðar Kristjánsson, 4. þm. Vestf., 7 atkv. og Eiður Guðnason, 5. þm. Vesturl., 3 atkv.

Við atkvgr. öðru sinni hlaut kosningu

Helgi Seljan, 2. þm. Austurl., með 13 atkv. — Þorv. Garðar Kristjánsson, 4 þm. Vestf., hlaut 7 atkv.

Hinn kjörni forseti tók nú við fundarstjórn.