23.04.1980
Efri deild: 67. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2047 í B-deild Alþingistíðinda. (1905)

131. mál, flugvallagjald

Guðmundur Bjarnason:

Herra forseti. Á þskj. 331 hef ég leyft mér að flytja brtt. við frv. til l. um breyt, á lögum nr. 8 27. febr. 1976, um flugvallagjald, sbr. lög nr. 110 30. des. 1978. Brtt. hljóðar svo:

„3. gr. orðist svo:

Lög þessi öðlast gildi 1. maí 1980.“

Brtt. er flutt vegna þess að í frv. er gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. apríl 1980, en það hefur tekið sinn tíma að koma þessu í gegnum hv. Alþ. og sá dagur, sem miðað var við, er löngu liðinn, þar sem kominn er 23. apríl. Við vonumst hins vegar til þess, að málið verði afgreitt héðan frá Alþ. fyrir 1. maí, og þess vegna leyfi ég mér að flytja brtt. um að lög þessi öðlist gildi 1. maí 1980.