23.04.1980
Efri deild: 68. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2048 í B-deild Alþingistíðinda. (1910)

34. mál, brunatryggingar utan Reykjavíkur

Forseti (Helgi Seljan):

Út af ósk hv. 5. landsk. þm. vil ég aðeins taka það fram, að þetta mál er nú í fyrri deild og það verður athugað í Nd. einnig, og við treystum þó Nd. það vel að við reiknum með að ef þar næðist samkomulag um annað, sem við gætum svo aftur fellt okkur við á síðara stigi, þá mundi málið með því móti fá þá afgreiðslu sem æskilegt væri. Þess vegna held ég að ekkert sé því til fyrirstöðu frá okkar hálfu að afgreiða málið héðan í dag.