23.04.1980
Neðri deild: 63. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2062 í B-deild Alþingistíðinda. (1932)

96. mál, almannatryggingar

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Það frv., sem hér er til umr., var á sínum tíma lagt fram af mér. Mér þykir því hlýða að fram komi að ég tel að þær breytingar, sem hv. heilbr.- og trn. þessarar hv. d. hefur gert á frv., séu allar til bóta. Tilgangur frv. og efni þess er óbreytt, en orðalag er í sumum atriðum skýrara og komið er í veg fyrir hugsanlegan misskilning um önnur atriði. Ég lýsi ánægju minni með vel unnin störf hv. heilbr.- og trn. í þessu máli.