23.04.1980
Neðri deild: 63. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2065 í B-deild Alþingistíðinda. (1936)

120. mál, tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir

Frsm. (Jónanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Það er aðeins örstutt aths. vegna þess sem kom fram í máli hæstv. félmrh.

Hann bendir á að forverar sínir í starfi hafi verið á sama máli og hann varðandi þetta. En ég vil láta það koma fram hérna, að flm. að þessu frv. eru einmitt tveir fyrrv. heilbr.- og trmrh., hv. þm. Matthías Bjarnason og hv. þm. Magnús H. Magnússon. Þeir hafa séð það örugglega, eftir að hafa kynnst þessu máli í sínu rn., að nauðsynlegt er að höggva á þann hnút sem verið hefur á þessu máli, og telja málinu best borgið á þann hátt sem fram kemur í þessu frv. — Þetta vildi ég aðeins láta koma hér fram.