23.04.1980
Neðri deild: 64. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2069 í B-deild Alþingistíðinda. (1946)

161. mál, tilbúningur og verslun með smjörlíki o.fl.

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég leyfi mér að stíga hér í stól til að upplýsa þennan óttalegan leyndardóm, því ég hygg ég hafi svar við þeirri spurningu sem hv. þm. Vilmundur Gylfason bar fram áðan. Ég tel víst að höfundur þessa texta sé sá hinn sami og samdi till. til þál. um stefnumótun í landbúnaði, sem rædd var mjög á síðasta Alþingi.