28.04.1980
Sameinað þing: 48. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2082 í B-deild Alþingistíðinda. (1974)

153. mál, Evrópusamningur um varnir gegn hryðjuverkum

Utanrrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Samningurinn, sem hér um ræðir, er liður í viðleitni ríkja til að koma á alþjóðlegu samstarfi til að spyrna fótum við stöðugt vaxandi hryðjuverkastarfsemi. M. a. er í samningnum gert ráð fyrir réttaraðstoð og skyldu til að tryggja refsilögsögu vegna tiltekinna meiri háttar afbrota.

Áður en unnt verður að fullgilda samninginn af Íslands hálfu er þörf breytinga á almennum hengingarlögum og er lagafrv. í því skyni nú til athugunar, að ég hygg í allshn. Ed. Í aths. við það frv. er nánar skýrt frá efni samningsins.

Þess er vænst að afgreiðslu þessara mála verði hraðað svo sem unnt er, þannig að hægt verði að fullgilda samninginn sem allra fyrst.

Að lokum skal þess getið, að síðan þáltill. þessi var prentuð hefur Noregur einnig gerst aðili að samningnum og eru aðilar nú orðnir átta.

Ég leyfi mér að leggja til að umr. verði frestað og málinu vísað til utanrmn.