29.04.1980
Neðri deild: 65. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2200 í B-deild Alþingistíðinda. (2033)

165. mál, grunnskólar

Birgir Ísl. Gunnarsson:

Herra forseti. Það er ekki efnislega um þetta frv. sem ég ætlaði að tala, heldur vekja athygli á því, að nú háttar svo til í menntmn. þessarar hv. d., að hæstv. menntmrh. var upphaflega kosinn formaður þeirrar n., en sagði sig úr henni þegar hann tók við ráðherradómi. Formaður var kosinn Ingólfur Guðnason, hv. 5. þm. Norðurl. v. (GHelg: Fyrirgefðu, Birgir, hann var ekki kosinn formaður. Hann tók sæti Ingvars. En nefndin kýs sér sjálf formann.) Síðan var kosinn varaformaður, hv, þm. Jóhanna Sigurðardóttir, sem jafnframt hefur sagt sig úr n., þannig að þessi n. er bæði formanns- og varaformannslaus og hefur ekki verið kvödd saman um langan tíma þó að fyrir henni lægju mál. Ég vildi vekja athygli á þessu nú þar sem verið er að vísa máli til þessarar n. sem ætlast er til að sé afgreitt á þessu þingi. Úr þessu þarf að bæta á einhvern hátt og einhver þarf að taka að sér frumkvæðið að því að kalla þessa n. saman.