30.04.1980
Neðri deild: 67. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2242 í B-deild Alþingistíðinda. (2126)

127. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Umræðu verður nú frestað, en ég minni á að stjórnarliðar og stjórnarandstaða gerðu samkomulag um að mál þetta næði fullnaðarafgreiðslu í hv. d. á þessum degi. Því ætla ég að biðja um samvinnu við hv. þdm. um að það nái fram að ganga og ætla nú að gera tilraun til þess og bið um aðstoð að svo megi verða að ákveða, að atkvgr. fari fram um málið kl. 11, enda hefur þá umr. um málið staðið yfir í þrjá tíma, án þess þó að ég kjósi nema í neyð að fara að beita ákvæðum 38. gr. þingskapa um niðurskurð umr. Þetta bið ég hv. þdm. að athuga sérstaklega. — [Fundarhlé.]