30.04.1980
Neðri deild: 67. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2269 í B-deild Alþingistíðinda. (2147)

131. mál, flugvallagjald

Valdimar Indriðason:

Hæstv. forseti. Ágæta þingdeild. Ég hef ekki fyrr staðið upp hér á hv. Alþ. og bjóst ekki við því að þurfa að koma hingað upp við þessar aðstæður. En ég vil í fyrsta lagi afþakka kennslu Vilmundar Gylfasonar í því, hvernig ég á að greiða atkv. Þar er ég frjáls maður og hann kannske veit það manna best. Eigi að setja mig hér upp við vegg í atkvgr., þá er ég það lífsreyndur maður orðinn í gegnum mína pólitík í bæjarmálum og öðru, að ég veit alveg hvað snýr upp og niður á hlutunum. Ég veit alveg hvað þarf að gera í slíkum efnum, og hann veit manna best hver er staða mín hér í þd. í dag, þannig að hann þarf ekki að leiðbeina mér. Forseti. Ég ætla ekki að hafa orð mín fleiri nú að sinni, en ég segi já.